Slakaðu á með náttúrulífshljóðum heima í stofu

Ljósmynd: Unsplash/Sebastian Unrau

Góðar göngur innan um náttúru og tré geta gert kraftaverk og oft þarf ekki annað en að hlusta á hljóð náttúrunnar til þess að finna fyrir einhvers konar innri ró.

Mér finnst ég ótrúlega heppin að búa tiltölulega nálægt Öskjuhlíðinni og uppáhaldsnúvitundaræfingin mín er að ganga þar og einfaldlega hlusta.

Það getur þó stundum verið erfitt yfir veturinn þegar það er mjög kalt og hér á Íslandi höfum við ekki endalaust aðgengi að skóglendi.

Heimasíðan TreeFm býður nú upp á ýmiss konar skógar- og náttúrulífshljóð þar sem þú getur einfaldlega hlustað heima fyrir, lokað augunum og leyft þér að slaka algjörlega á.

Einnig er hægt að horfa á skjáinn sem sýnir myndir af staðsetningum þar sem hljóðin eru tekin upp. Með því einfaldlega að ýta á „listen to a random forest“ eða „hlustaðu á handahófskenndan skóg“ geturðu ferðast stafrænt inn í töfrandi skóglendi og notið dásamlegra hljóða trjánna, syngjandi fugla og fleira til.

Upptökurnar eru frá hljóðalandakorti „Sounds of the forrest“ og með því að heimsækja þá síðu hér: Timberfestival er hægt að velja ákveðnar staðsetningar og leyfa huganum að reika. Dásamlegt!

Frétt frá Lifehacker og Tree Fm. 

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist