Segist ekki vera barnastjarna heldur kynvera

AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Það er enginn sem svarar betur fyrir sig ef hún þarf en Cardi B. Hún birti á dögunum myndband af sér syngja hástöfum heima við lagið sitt WAP, sem olli miklu fjaðrafoki þegar það kom út vegna textans, sem er í grófari kantinum.

Allt í einu sést Kultur litla, tveggja ára dóttir hennar, koma hlaupandi fyrir hornið, og Cardi grípur símann sinn, segir: „oh no no no no“ og slekkur á laginu. Twitter fór á flug og skapaðist umræða þar, og fannst fólki það skrýtið að hún gæti ekki spilað WAP fyrir dóttur sína en fyndist í lagi að dætur annarra hlustuðu.

And Cardi came for it! Hún skaut fast til baka og sagðist svo sannarlega ekki vera Nickelodeon-barnastjarnan Jo Jo Siwa. Hún væri ekki að búa til tónlist fyrir börn og foreldrar væru ábyrgir fyrir því hvað þeir leyfðu börnum sínum að hlusta á. Cardi sagðist vera mjög mikil kynvera, en alls ekki nálægt barninu sínu, og með þessu væri hún að taka ábyrgð á því hverju hún hleypti í eyru Kultur litlu.

Og vitiði: Ég er sammála! Cardi má bara alveg syngja um það sem hún vill, og hlífa Kultur við því á sama tíma.

Ljósmynd: Skjáskot af Twittermbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist