Svara fyrir gagnrýni á líkamsþyngd Serenu

Serena Williams.
Serena Williams. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Eiginmaður tennisleikkonunnar Serenu Williams, Alexis Ohanian, lætur engan tala illa um sína konu. Ion Tiriac, eigandi tennismótsins Madrid Opens, tók upp á því í viðtali að ræða sérstaklega um Serenu, aldur hennar og þyngd.

Ion, sem er 81 árs gamall, sagði að á hennar aldri og í þessari líkamsþyngd ætti hún erfiðara með að hreyfa sig um á vellinum líkt og hún gerði fyrir 15 árum. Serena hefði verið frábær spilari og hún ætti að sýna þá skynsemi að hætta núna.

Alexis, eiginmaðurinn, fékk veður af þessu viðtali og deildi skjáskoti af því á Twitter og lét þessi orð fylgja: „Það er öllum sama hvað þér finnst, Ion.“

Serena hefur einnig svarað óbeint fyrir þetta á Instagram, þar sem hún deildi myndbandi af sér drekka te og undir myndbandið skrifaði hún: „When she says she's a xs.“

Boom girl!

Ég hélt bara að fólk væri búið að læra það árið 2021 að „krítisera“ ekki líkama annara og hugsa um sinn eigin rass.

Frétt frá Hollywoodlife.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist