Mikið af áhugaverðu sjónvarpsefni er komið eða væntanlegt á Netflix og aðrar streymisveitur á næstunni en bíósérfræðingurinn Björn Þórir Sigurðsson eða Bíó-Bússi stiklaði á stóru um þetta í morgunþættinum Ísland vaknar á K100.
Kvikmyndir og þættir sem komu út 4. janúar:
30 Coins, þáttaröð – HBO MAX:
Faðir Vergara er boxari, særingamaður og hefur eytt tíma í fangelsi. Hann er gerður útlægur til friðsæls afskekkts þorps á Spáni. Hið illa ætlar að koma sér þar fyrir en reiknaði ekki með föður Vergara:
Kvikmyndir og þættir sem komu út 5. janúar:
The History of Swear Words, þáttaröð – Netflix:
Nicolas Cage er kynnir í þessum heimildarþáttum um uppruna blótsyrða.
Kvikmyndir og þættir sem komu út 6. janúar:
Surviving Death, heimildarþáttaröð Netflix:
Hvað gerist þegar við deyjum? Heimildaröð sem varpar ljósi á upplifun fólks sem hefur upplifað að deyja en koma til baka til lífs, miðla sem eiga í samskiptum við látna og fólk sem er sannfært um að látnir ástvinir séu að senda því skilaboð.
Kvikmyndir og þættir sem komu út 7. janúar:
Pieces of a Woman, Bíómynd – Netflix:
Verðlaunaleikstjórinn Kornél Mundruczó og Martin Scorsese framleiða myndina PIECES OF A WOMAN sem vakið hefur mikla athygli og þá sérstaklega Vanessa Kirby fyrir leik sinn sem kona sem tekst á við að missa barn í fæðingu.
Kvikmyndir og þættir sem koma út 8. janúar:
Lupin, þáttaröð – Netflix:
Innblásin af þekktum frönskum karakter, Arsène Lupin. Meistarþjófurinn Assane Diop ætlar að hefna föður síns sem var illa leikinn af valdamikilli og ríkri fjölskyldu. Omar Sy úr myndinni Intouchables leikur Assane Diop.
Herself, Bíómynd – Amazon Prime:
Einstæð tveggja barna móðir sem flúið hefur ofbeldissamband er föst í tímabundnu húsnæði. Hún fær þá hugmynd að byggja sér smáhýsi og hendir sér í að berjast fyrir því og þegar fer að birta til mætir fyrrverandi og kerfið á fullum krafti.
Discovery of Witches, önnur þáttröð – Sky One:
Önnur þáttaröð af þessum vinsælum þáttum sem byggðir eru á All souls-þríleiknum eftir Deboru Harkness um ástarsamband konu af nornaættum við vampíru. Þættirnir fá 8,1 á IMDB.
Tiger:
Heimildarmynd í tveimur hlutum um ris, fall og endurkomu Tigers Woods – HBO MAX:
Kvikmyndir og þættir sem koma út 11. janúar:
The Rhythm Section, spennumynd – Amazon Prime:
Blake Lively leikur konu sem missir lífsviljann þegar fjölskylda hennar ferst í flugslysi en þegar hún kemst að því að ekki var um slys að ræða yfirtekur hefndarþörfin hana algjörlega. Byggt á bók Marks Burnells sem einig skrifar handritið, leikstjóri er Reed Morano (The Handmaid's Tale). Framleiðendur Bond-myndanna framleiða þessa mynd.