Ruglaði tengdasyninum við Chris Evans

Arnold Scwarzenegger ruglaði tengdasyninum Chris Pratt við Chris Evans.
Arnold Scwarzenegger ruglaði tengdasyninum Chris Pratt við Chris Evans. AP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Leikarinn Chris Pratt deildi bráðfyndnu myndbandi á Instagram á dögunum, þar sem tengdapabbi hans, Arnold Schwarzenegger, birtist með honum „live“. 

Chris hélt úti „live“ útsendingu fyrir góðgerðarsamtökin GreaterGood, þar sem hann safnaði peningum fyrir máltíðum fyrir heimilislausa.

Chris Pratt.
Chris Pratt. AFP

Chris tók svo Arnold inn í útsendinguna og eitthvað sló saman hjá Arnold, því hann óð inn í útsendinguna og heilsaði Chris: „Halló Chris Evans!“ (sem er ofurhetjuleikarinn Captain America).

Chris Evans.
Chris Evans.

Hann áttaði sig sem betur fer strax á þessum mistökum og leiðrétti sig með því að segja: „Nei, vá, ég klúðraði þessu strax í byrjun! Ég meina Chris Pratt, ég ætti að vita nafnið þitt, enda uppáhaldstengdasonur minn.“

Chris skellihló og sagði að það væri nú eins gott að hann væri uppáhaldstengdasonurinn, því hann ætti enga aðra.

mbl.is