Fimm bestu sjónvarpsseríur ársins 2020

Ragnar Eyþórsson, kvikmyndagagnrýnandi Síðdegisþáttarins valdi fimm bestu seríur ársins 2020.

„Allar þessar seríur eiga það sameiginlegt að hafa lyft geðheilsumanns alveg svakalega á þessu þunga og erfiða ári þá eru þetta engar glæpaseríur, morðseríur eða eitthvað svona hasar og drama, lögfræðingar og læknar þetta er bara hamingjan ein og þá vil ég í rauninni taka inn framhaldsseríur,“ segir Ragnar.

5. sæti: What We Do In The Shadows : Sjónvarp Símans – „Vampíru heimildarmyndaserían. Þetta er sería tvö sem kom út í sumar.“


4. sæti: Mandalorian- Disney+ : „Eiginlega samt uppáhaldið mitt en hún fer aftar af því að þetta er sería tvö og þetta er ekki nýtt af nálinni. Hún fékk mig til að sprikla.“

3. sætið: Never Have I Ever – Netflix : „Þetta fjallar um líf ungrar stelpu sem er af indverskum ættum og hún er að fóta sig í Kaliforníu ári eftir að pabbi hennar lést. Þetta á að vera besta árið hennar en það er svolítið íþyngjandi með erfiða foreldra og ástarlífið. Ég horfði á þessa seríu í einni beit. Ég spændi bara tíu þætti á einu kvöldi.“

2. sæti: Ted Lasso – AppleTV : „Ameríski rúgbí þjálfarinn sem kemur til Bretlands. Það er enginn svona fífl og asni og engin þarf að vera þrjótur og þetta eru bara góðar manneskjur að gera góða hluti og þetta er svo mikil gleði og maður lyftist alveg upp.“

1. sæti: Upload– Amazon Prime : „Ég horfði á hana alla í einni bylgju. Maður sem deyr fyrir aldur fram, svona tuttugu ára myndarlegur maður og kærastan hans hleður honum upp í ský fjölskyldunnar. Núna getur þú nefnilega verið áskrifandi af eftirlífinu. Svo hann neyðist til þess að húka þar og hún stjórnar svolítið yfir „accountinum“ hans. Þetta er smá ádeila á samskiptamiðla líka.“


Gagnrýni Ragnars má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan: 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist