Talið að Kim og Kanye séu að skilja

MARK RALSTON

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Vá vá vá. Stórar fréttir droppa frá Holly. Fyrirsagnir eru rauðglóandi um að Kim og Kanye séu „over“.

Fréttirnar bárust seint í gærkvöldi og segja áreiðanlegir heimildarmenn að Kim sé komin með nóg.

Kanye hefur verið á búgarði sínum í Wyoming öll jólin og hélt ekki upp á hátíðina með fjölskyldu sinni. Kim hefur ekki borið giftingarhringinn sinn yfir hátíðirnar og segja fréttir að hún hafi nú þegar ráðið skilnaðarlögfræðinginn Lauru Wasser til að fara með sitt mál.

Kim hefur þroskast mikið síðasta árið og er alvara með að verða lögfræðingur, en Kanye röflar stanslaust um að verða forseti.

Vá ef þessar fréttir reynast sannar þá eru þetta svakalegar fréttir. Kim vill halda skilnaðinum algjörlega „low profile“ og klára þetta í rólegheitum.

Ég sverða, ég fæ hjartsláttartruflanir. Ég var alltaf viss um að Kim myndi aldrei fara frá honum. Núna bíð ég spennt eftir frekari fréttum.

Frétt frá PageSix.

 

mbl.is