Sean Diddy gefur til baka í Covid-faraldrinum

MARIO ANZUONI

Mógúllinn Sean Diddy Combs er frægur fyrir ótal margt. Hann hefur verið í tónlistarbransanum áratugum saman og gert það gott í heimi viðskiptalífsins, auk þess að vera duglegur að gefa til baka.

Nú á dögunum ákvað Diddy, ásamt fjölskyldu sinni, að hjálpa samborgurum sínum í Miami-borg í Flórída, þar sem margir hafa verið að glíma við fjárhagserfiðleika í Covid-faraldrinum.

Hafa þau bæði gefið pening, inneignarkort í matvöruverslanir og gjafakörfur með nauðsynjahreinlætisvörum.

Við dreifingu passa þau að vera með hanska og grímu til að tryggja sóttvarnir og hingað til hafa þau hjálpað allt að tólf hundruð einstaklingum.

Í samvinnu við önnur mannúðarsamtök hefur Diddy einnig hjálpað 175 fjölskyldum með leigukostnað og hafa margir komið fram og þakkað kærlega fyrir sig. Samvinna gerir kraftaverk og saman erum við sterkari!

Frétt frá Tankgoodnews.

mbl.is