Skrifar bréf og teiknar myndir fyrir einmana fólk

Ljósmynd: Skjáskot/Instagram

Hin fjögurra ára gamla Luna er búsett í Hollandi. Hún eyðir dögum sínum gjarnan í að skrifa bréf og teikna myndir fyrir þá sem eru einmana á þessum skrýtnu tímum.

Hún gengur næstum daglega um bæinn og setur bréfin inn um lúgur í hús í hverfi sínu. Draumurinn hjá henni er að verða alvörupóstsendill, klædd í blátt og appelsínugult eins og póstsendlar sem hún hefur séð.

Móðir Lunu, kona að nafni Úrzúla, leitaði því til facebookvina sinna þar sem hún spurðist fyrir um póststarfsmannaklæðnað fyrir fjögurra ára dóttur sína. Úrzúla náði athygli póstþjónustu, sem sendi Lunu draumabúninginn; bláa skyrtu, appelsínugult vesti og appelsínugula bréfatösku, sem vakti heldur betur lukku hjá þessum fjögurra ára gleðigjafa.

Luna vill helst teikna myndir fyrir alla þannig að hún hefur bréfin stutt og skemmtileg, og segist hún enda daginn þreytt en mjög hamingjusöm. Fallegt framtak og dásamleg leið til þess að eiga samskipti við fjölbreyttan hóp fólks á erfiðum tímum.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist