Heldur vegabréfi og lykilorðum Lamars frá honum

Parið Sabrina Parr og Lamar Odom standa í deilum þessa …
Parið Sabrina Parr og Lamar Odom standa í deilum þessa dagana. Skjáskot/Instagram

Körfuboltakappinn og fyrrverandi eiginnmaður Khloé Kardashian, Lamar Odom, er í veseni.

Hann og unnusta hans Sabrina slitu trúlofun sinni nýlega og það lítur allt út fyrir að Sabrina sé reið. Lamar sendi frá sér myndband þar sem hann biður Sabrinu að skila sér vegabréfinu sínu og lykilorðum að samfélagsmiðlum.

Skvís breytti víst öllum lykilorðum á miðlunum hans áður en hún yfirgaf pleisið og heldur honum í samfélagsmiðlagíslingu.

Ég krossa putta fyrir Lamar að hann fái sitt aftur. Það er spurning hvort Khloé geti ekki hringt í einhverja og kippt í spotta?

View this post on Instagram

A post shared by Lamar Odom (@lamarodom)

mbl.is