Þættir um ástarsamband Pamelu og Tommys í bígerð

Pamela Anderson.
Pamela Anderson. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Ég get sagt ykkur það að ég er spennt yfir sjónvarpsþáttum sem eru í bígerð. Munu þættirnir fjalla um eitt frægasta samband allra tíma í Hollywood – ástarsamband Pamelu Anderson og rokkarans Tommys Lees, sem var stormasamt og áhugavert.

Pammy og Tommy áttu allar fyrirsagnir slúðurblaðanna frá upphafi sambands síns og allt til enda.

Tommy Lee og Pamela Anderson í þá gömlu góðu.....
Tommy Lee og Pamela Anderson í þá gömlu góðu.....

Hver man ekki eftir því þegar kynlífsmyndbandi úr brúðkaupsferðalaginu þeirra var stolið og lekið á netið?!

Leikkonan Lily James og Sebastian Stan munu fara með hlutverk þeirra og mun Seth Rogen einnig leika stórt hlutverk.

Átta þættir eru áætlaðir og hefjast tökur í vor. Streymisveitan Hulu er að koma sterk inn í framleiðslu, en þættirnir eru framleiddir af Hulu og verða sýndir þar.

Einnig eru Kardashian-systur á leið í eitthvert Hulu-ævintýri á þessu ári, þannig að ætli ég þurfi ekki að fara að skipta Netflix út fyrir Hulu núna. 

Frétt frá Deadline.

mbl.is