Kylie hundskömmuð af æstum múg

mbl.is/Instagram_Kylie Jenner

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Kylie Jenner fékk að heyra það um helgina þegar hún yfirgaf verslun sem seldi loðfeldi. Hópur af aktívistum um réttindi dýra var við mótmæli aðeins fyrir neðan verslunina, og þegar Kylie sást yfirgefa þessa tilteknu verslun í LA hópaðist fólkið saman fyrir utan bifreið hennar og hrópaði að henni að hún væri skrímsli, að hún ætti að skammast sín og þar fram eftir götunum.

Reyndi hópurinn að blokkera Rolls Royce-inn sem hún sat í, og endaði það með því að lífverðir Kylie þurftu að ýta æstum múgnum frá.

Kylie er óhrædd við að klæðast loði af dýrum, en vonandi vaknaði hún aðeins við þessa hálfgerðu árás og fer bara að nota feik pelsa eins og við hin.

Frétt frá TMZ. 

 

mbl.is