Ariana Grande er trúlofuð enn á ný

Ariana Grande.
Ariana Grande. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Ariana Grande er trúlofuð ... enn á ný.
Skvís deildi mynd með fylgjendum sínum á gramminu um helgina af hlunkahringnum sem Dalton Gomez unnusti hennar gaf henni þegar hann bað um hönd hennar.

Ariana og Dalton byrjuðu saman síðastliðinn janúar og þau voru ekkert að tvínóna við hlutina. Þau hafa kynnst veeeel á árinu 2020 þar sem þau hafa verið saman í sóttkví mestan hluta af árinu  og virðist sóttkvíin hafa gengið svona líka vel.

Ariana frumsýndi Dalton fyrst í tónlistarmyndbandinu „Stuck with you“, þar sem hún syngur með Justin Bieber. Btw. geggjað lag. Fæ kitl í hjartað þegar ég heyri það.

Síðast var Ariana trúlofuð grínistanum Pete Davidson, en sú lofun stóð stutt yfir. Það verður fróðlegt að sjá hversu lengi þessi trúlofun varir, en ég að sjálfsögðu hef fulla trú á ástinni.

Það er líka smá spennó við þetta samband að Dalton er ekkert frægur  hann starfar sem fasteignasali og er eins „down to earth“ og hægt er að vera.

mbl.is