Þjáist af óútskýranlegum veikindum

Ljósmynd: Skjáskot/Instagram

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Ryan Sutter, sem Bachelor heimurinn þekkir vel til, hefur siðastliðna mánuði barist við óútskýrð veikindi sem hafa veruleg áhrif á líf hans. 

Ryan braust fram á sjónarsviðið þegar Trista Sutter valdi hann í fyrstu Bachelorette seríunni sem var framleidd af ABC, og giftust þau i kjölfarið. 

Ryan segir frá því i nýrri færslu á Instagram að læknarnir séu ráðþrota, og hann sé búinn að fara í hverja rannsóknina á fætur annari. 

Ryan sem starfar sem slökkviliðsmaður hefur þjáðst af mikilli þreytu sem stundum verður lamandi, vöðvaverkjum, hita, nætursvita, kláða í öllu líkamanum, höfuðverkjum og fleiru. 

Engin rannsókn hefur getað sýnt fram á hvað er að hrjá elsku kallinn, en ég vona að það gerist fyrr en seinna. Ryan segir að búið sé að útiloka Covid, krabbamein og fleiri þekkta sjúkdóma.

Ég vona að Trista mín hjúkri honum vel. Trista og Ryan eru „The golden couple“ sem hefur komið fram í Bachelor heiminum, og ég vona að Ryan vinur minn fái svör fljótt.

Frétt frá Pagesix. 

 

mbl.is