Fallegt og áhrifaríkt myndband frá Grindavíkurdætrum

Ljósmynd: Skjáskot

Kvennakórinn Grindavíkurdætur gaf út lag og myndband í gær í stað hefðbundinna jólatónleika þeirra.

Í kórnum eru allt konur sem hafa tengingu við Grindavík og stjórnandi þeirra er Berta Dröfn Ómarsdóttir. Undirleikari er Mariia Ishchenko.

Lagið og myndbandið er virkilega fallegt og áhrifaríkt nú á tímum Covid og sýnir vel bæði einmannaleika sem og samstöðu.

„Grindavíkurdætur senda landsmönnum öllum hlýja kveðju inn í desember. Í ár ákváðum við að gefa út lag og myndband í stað hefðbundins tónleikahalds. Við vonum að þessi frumraun okkar færi ykkur birtu og yl hvar sem þið eruð stödd,“ segja Grindavíkurdætur í færslu sem þær deila með myndbandinu.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir