K100 fer um í 100% gleði á 100% rafmagni

Starfsfólk K100 þarf reglulega að vera mikið á ferðinni og sökum þess vildum við kanna hvaða möguleika við hefðum til þess að velja umhverfisvænasta ferðamátann. Niðurstaðan varð sú að K100 fer nú í samstarf við umboðsaðila Volkswagen á Íslandi, Heklu.

K100 ferðast því nú um í 100% gleði á 100% rafmagni í Volkswagen ID.3.  

„Volkswagen ID.3 hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi síðustu mánuði og er frábær viðbót við rafmagnsbílaflóruna. Gaman er frá því að segja að rétt í þessu var ID.3 valinn bíll ársins hjá nágrönnum okkar í Danmörku.

Það er afar skemmtilegt að sífellt fleiri fyrirtæki velji umhverfisvæna kosti og fögnum við samstarfi við K100. Starfsfólk K100 er mikið á ferðinni á ferðinni og því upplagt að velja rafmagnsbíl með drægni sem dugir þeim vel yfir daginn,“ segir Halldóra Anna Hagalín markaðsstjóri Heklu um samstarfið.

mbl.is