Fékk áfall þegar hann vissi að von væri á tvíburum

AFP

George Clooney sagði frá því í viðtali við „CBS Sunday Morning“ að þegar hann fékk þær fréttir að Amal eiginkona hans ætti von á ekki einu, heldur tveimur börnum í heiminn hefði hann fengið hálfgert áfall. 

Hann hefði starað á sónarmyndina í heilar 10 mínútur og ekki sagt orð. Hann sagði að fyrst hefði læknirinn sagt: „Þið eigið von á heilbrigðum dreng“ – og George fagnaði gríðarlega.

Svo hefði læknirinn bætt við að það væri nú eitt aukalega um borð  og Goggi fékk sjokk.
George segir að Amal hafi svo sannarlega breytt lífi hans til hins betra, því hann hafði aldrei séð fyrir sér börn og hjónaband í lífinu en nú eigi hann hvort tveggja og hafi aldrei verið betri.

Þið bara vitið ekki hversu fegin ég er að Goggi skuli hafa fjölgað sér. Hann er með gen sem eiga að dreifa sér um heiminn takk fyrir pent.

mbl.is