Brotið á friðhelgi Millie Bobby Brown

AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Ungstirnið Millie Bobby Brown brast í grát á Instagram þar sem hún deildi því með fylgjendum sínum að friðhelgi hennar hefði verið brotin í verslunarmiðstöð fyrr um daginn.

Millie var þar stödd með mömmu sinni að versla þegar ung kona gekk upp að henni og byrjaði að taka hana upp. Millie bað hana að hætta, en hún hélt áfram að elta hana um búðina og taka upp.

Millie sem er einungis 16 ára gömul segist eiga erfitt með að díla við það þegar mörk hennar eru brotin ítrekað og biðlaði hún til aðdáenda sinna að sýna sér þá virðingu að hlusta á óskir hennar.

Elsku stelpan. Það er ekkert grín að vera hent ofan í frægðarlaugina og fá á sig crazy fans.

Frétt frá Hollywoodlife.

mbl.is