Át „eyrað“ á Roy Jones jr. með bestu lyst

Mike Tyson er farinn að láta á sjá en hann …
Mike Tyson er farinn að láta á sjá en hann er orðinn 54 ára gamall. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Boxarinn sem er oft kallaður „The most feared one“, Mike Tyson, sneri aftur í hringinn síðastliðna helgi þar sem hann barðist við Roy Jones jr. í svokölluðum skemmtibardaga.

Kapparnir eru ekki á sínu léttasta skeiði, en Tyson er 54 ára og Jones 51 árs.
Tyson undirbjó sig vel fyrir bardagann og náði að koma sér í klikkað boxform.

Hann undirbjó ekki bara líkamann heldur andlegu hliðina líka og það gerði hann á sérstakan hátt.

Á þakkargjörðardaginn settist hann til borðs með börnunum sínum tveimur og svipti hulunni af köku  sem var höfuðið af Jones.

Skar hann svo eyrað af kökuhöfðinu, borðaði með bestu lyst og sagði að það bragðaðist mun betur en eyrað á Evander Holyfield „back in the days“. 

Hver man ekki eftir frægasta boxbardaga í heimi þegar Tyson beit bita af eyra Holyfields árið 1997? Ég man ...

Bardaginn, sem endaði með jafntefli, var sýndur í keyptu streymi, og mun hluti af ágóðanum renna til góðgerðarmála.

mbl.is