Nær sér á strik eftir háskólaskandalinn

AFP

Stjörnufréttur Evu Ruzu:

Óskarsverðlaunaleikkonan Felicity Huffman virðist vera að komast á gott ról eftir háskólaskandalinn sem tröllreið heimi hinna ríku og frægu á síðasta ári.

Kom þá í ljós að Felicity hafði borgað háar fjárhæðir til að láta breyta einkunnum dóttur sinnar. Var hún í kjölfarið dæmd í 14 daga fangelsi og sat hún inni í 11 daga.

Skvís er laus allra mála og getur hafist handa í sviðsljósinu á ný. Nú er 30 mínútna grínþáttur kominn í vinnslu á vegum ABC og mun Felicity vera aðalnúmerið.

Mikið er ég fegin að henni hefur verið fyrirgefið. Ég fann hrikalega til með henni þegar henni var hent í djeilið, en hún hefur vonandi lært að peningar geta ekki keypt allt, sama hversu frægur maður er.

mbl.is