Hildur sér um tónlistina í nýrri mynd David O'Russell

Tónskáldið og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir mun sjá um að semja tónlistina í nýrri kvikmynd leikstjórans David O‘Russell.

Meðal leikara í kvikmyndinni eru þau Christian Bale, Margot Robbie og John David Washington en nafn kvikmyndarinnar hefur ekki verið ákveðið. Tökur á myndinni hefjast snemma á næsta ári.

Hildur varð fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta Óskarsverðlaunin fyrr á þessu ári fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, en hún hefur verið margverðlaunuð fyrir tónlist sína í henni. Þá hefur hún einnig unnið til verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl.

mbl.is