„Ekkert ykkar hefur haft það jafn erfitt og ég“

Skjáskot

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti gaf út ábreiðu af jólalaginu „Hjálpum þeim“ frá 1986 á YouTube í gær. 

Myndband og texti er nokkuð frábrugðið fyrri útgáfu en nú er sungið um slæma stöðu Emmsjé Gauta. 

„Ég veit að mörg ykkar hafa haft það erfitt þetta árið en ekkert ykkar hefur haft það jafn erfitt og ég. Líkamsræktarstöðin sem ég fæ frítt í er lokuð og ég er kominn á bíl sem þarf að stinga lykli í. Ég er ekki einu sinni með hita í stýrinu lengur,“ segir Emmsjé Gauti í upphafi lags. 

Safna fyrir Barnaspítala Hringsins

Margir flytjendur koma að laginu með Gauta og í myndbandinu má sjá þessa listamenn: Páll Óskar, BRÍET, Emmsjé Gauti, Young Karin, Rúrik Gíslason, Svala Björgvinsdóttir, Helgi Björns, Hipsumhaps, Gísli Marteinn, Sigga Beinteins, Jakob Frímann, Ragnhildur Steinunn, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Jóhanna Guðrún, Steindi Jr., Harmageddon, Valdimar, Aron Can, Salka Sól, Selma Björnsdóttir, Gissur Páll, Gunnar Nelson, Steve. 

Lagið er af plötunni Það eru komin Jül sem kom út í nótt. Í myndbandinu er gefinn upp söfnunarreikningur þar sem látið er líta út fyrir að hægt sé að styrkja Emmsjé Gauta sjálfan en í raun fer allur peningur sem safnast inn á styrktarreikning Barnaspítala Hringsins. 

Höfundar lags: Axel Einarsson og Jóhann G. Jóhannsson, pródúser (hjálpum mér 2020): Þormóður Eiríksson, píanó og hammond: Magnús Jóhann Ragnarsson, textabreytingar: Gauti Þeyr Másson og Freyr Árnason.

SÖFNUNARREIKNINGUR AUR: 123-782-2600 eða beint á notendanafnið @julevenner (ath. ekki gleyma að gera @ á undan)

Reikningsnúmer: Reikningur 0133-26-001449, kt. 540116-0160

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist