Tuttugu hefðbundin heimilistæki í einni vél

Rebekka Ómarsdóttir mætti í viðtal hjá Ísland vaknar og útskýrði þar hvað hægt sé að nota Thermomix-vélina í.

„Þetta er alls ekki ný græja á markaði, þetta er þýsk hágæða vara sem kom fyrst á markaðinn árið 1960 og hefur verið í sífelldri þróun síðan. Nýjasta gerðin er gædd stafrænum skjá með yfir 60 þúsund uppskriftum,“ segir Rebekka.

„Þetta er vél sem vinnur á við tuttugu hefðbundin heimilistæki og er algjör leikbreytir fyrir alla í eldhúsið vegna þess að hún er útbúin þannig að hún leiðir þann sem kann lítið áfram þannig að þú getur valið þér uppskrift og hún segir þér skref fyrir skref hvað þú átt að gera. Þetta er bæði vinnsluvél þannig að hún saxar og hakkar og malar og allt þetta og síðan eldar hún líka fyrir þig,“ segir hún.

Kristín Sif, ein af þáttastjórnendum K100, fjárfesti í Thermomix og segist hún elska að nota vélina.

„Ég elska að nota vélina mína! Brauðdeig, súpur, sósur ... allt verður svo einfalt. Ég fer eftir uppskriftum sem eru stafrænum skjá, þarf ekkert að pæla,“ segir Kristín sem segist sérstaklega hrifin af því að elda grjónagraut í vélinni.

„Það þarf ekki að standa yfir grautnum þegar ég er búin að setja öll hráefnin í. Engar áhyggjur að brenna hann við því að vélin sér bara alveg um þetta,“ segir hún.

Þá segist Kristín líka nota vélina á hverjum degi til þess að búa sér til „smoothie“-skál.

Uppskrift af smoothie-skál Stínu:

  • Banani
  • Frosin jarðarber
  • Frosið mangó
  • Vanilluskyr

Hráefnin sett í Thermomix og stillt á blender.

„Ég vil hafa blönduna þykka og góða og nota sleifina sem fylgir með vélinni til að hræra í blöndunni í gegnum opið á skálarlokinu meðan hún blandar til að ná öllu í eina smooth kekkjalausa blöndu. Set smá gríska jógúrt í djúpan disk, helli smoothie-blöndunni úr Thermomix yfir jógúrtina. Set sólskinsmúslí frá Til hamingju yfir, bláber og smá möndlusmjör,“ segir Kristín.

Hægt er að horfa á viðtalið við Rebekku í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist