Svelgdist á „smoothie“ og hélt hann myndi deyja

Ljósmynd:DANNY MOLOSHOK

Grínistinn Ricky Gervais komst í hann krappan á dögunum þegar hann var nær dauða en lífi eftir að hafa svelgst á smoothiedrykk.

Hann segir frá því í viðtali við The Mirror, að hann hafi verið á leið í tökur á þáttunum „After life“ og fengið sér sopa af smoothie. 
Það næsta sem hann veit er að hann liggur í gólfinu að reyna að ná andanum.

Hann sagði að líklegast hefði hann hóstað og svelgst á þegar hann tók sopann og við það hafi hálsinn lokast. Hann hafi hugsað um það þegar hann barðist við að ná andanum hversu ferlegur dauðdagi þetta væri. Að deyja við að drekka smoothie.

Ég veit nákvæmlega hvernig honum leið. Ég lenti i þessu um daginn og var farin að horgrenja í andarslitrunum.  

Ricky segist hafa hugsað að hans yrði vonandi minnst með þessari setningu: „Hann var feitur, hann var fyndinn ... og svo dó hann.“

Frétt frá Mirror.

mbl.is