Steve Carrel slær í gegn sem jólasveinninn

Ljósmynd: Skjáskot/Youtube

Ástsæli leikarinn Steve Carrel leikur jólasvein í fallegri jólaauglýsingu sem kom út á dögunum frá fyrirtækinu Xfinity.

Í upphafi auglýsingarinnar eru álfar norðurpólsins í örlitlu uppnámi yfir jólunum sem framundan eru, þar sem árið hefur verið virkilega krefjandi og fólk þurfi nú að fá eitthvað algjörlega frábært frá jólasveininum, mögnuðustu gjöf hingað til.

Allir leggja höfuðið í bleyti um magnaðar gjafir á zoom-fundi með jólasveininum en einn álfurinn stingur upp á gjöfinni sem samvera er, að eyða tíma með sínum allra nánustu. Í fyrstu er jólasveinninn efins um hugmyndina en áttar sig svo á því að það er engin gjöf betri en samveran, þegar hann segir:

„Þetta ár hefur verið það erfiðasta en þrátt fyrir það hafið þið fundið leið til þess að komast í gegnum það. Þið minntuð okkur á að jólin snúast ekki um leikföngin eða skreytingarnar, þau snúast um litlu hlutina.“

Það er nefnilega þannig, jólin koma alltaf og við getum fundið ómælda gleði í samveru við okkar allra nánustu ástvini.

Samvera er enn fremur eitthvað sem ég held að enginn muni taka sem sjálfsögðum hlut aftur.

Auglýsingin hefur slegið í gegn erlendis og eru aðdáendur þá sérstaklega spenntir fyrir því að gerð verði jólamynd í fullri lengd þar sem Steve Carrel fær tækifæri til þess að leika jólasveininn. Við bíðum spennt eftir því!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist