Sömdu óvart jólalag

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þegar maður heitir Villi til dæmis þá rímar eitthvað við það sem væri erfiðara að venjast þannig að þetta er bara solid gott sko,“ segir Villi Naglbítur í viðtali í Síðdegisþættinum, spurður út í viðurnefnið sem hann hefur borið hálfa ævina.

Þeir Siggi Gunnars og Logi Bergmann heyrðu í Villa og spurðu hann út í lífið og tilveruna á Covid-tímum. Þar fengu þeir einnig að vita að hljómsveitin 200.000 Naglbítar samdi óvart jólalag.

Villi segir aðalmálið við Covid-ástandið vera það að það sé mikilvægt að halda geðheilsunni og hausnum. Hann hefur undanfarið verið í fjargiggum þar sem hann tekur bæði „pubquiz“ og fjartilraunir sem Vísinda-Villi.

„Það er alveg gaman, en hundrað sinnum flóknara og aðeins öðruvísi eins og þið þekkið bara báðir og allir sem eru í þessum bransa. Að vera fyrir framan fólk er svona svolítið það sem gefur manni það sem maður er að gera,“ segir hann.

Eins og fyrr sagði voru Naglbítar að ljúka við að semja sitt fyrsta jólalag og segir Villi það hafa gerst alveg óvart.

Lagið hafi ekki átt að vera jólalag en vegna þess hvað þeir notuðu mikið af bjölluhljómi í laginu hafi þeir ákveðið að semja rokkaðan sálm. Hann segir jólalagið vera mjög naglbítalegt naglbítajólalag.

Nýja jólalag 200.000 Naglbíta má hluta á hér.

Viðtalið við Villa má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is