Náði markmiðinu og missti 20 kíló

Ljósmynd: Instagram/Rebel Wilson

Ástralska leikkonan Rebel Wilson sagði frá því á Instagramminu sínu um helgina að hún hefði náð takmarki sínu á heilsuárinu mikla.

Rebel setti sér það markmið í byrjun árs að 2020 yrði árið sem hún myndi koma sér í form. Hún hefur æft allt að sex sinnum í viku og hugsað um hvað hún borðar. 

Það hefur hægt og rólega skilað sér til hennar því skvís er mánuði á undan sinni áætlun og hefur nú misst 20 kíló.

Rebel undirstrikar að vigtin sé alls ekki stóra málið, heldur hinn heilbrigði líkami sem hún fékk í kjölfarið.

Hún hafi hins vegar sett sér það markmið að missa 20 kíló og segir að það hafi verið gott að hafa eitthvað að stefna að. 

Rebel fann líka ástina á árinu og má segja að það leiki allt í höndunum á skvís.

Frétt frá Daily Mail.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist