Glæsilegir vinningar í Jóladagatali K100

Ljósmynd: Unsplash/Juliana Malta

Nú styttist heldur betur í Jóladagatal K100 en á hverjum degi í desember fram til jóla mun starfsfólk K100 opna einn glugga í Jóladagatalinu. Það eru hreint út sagt frábærir glaðningar í boði fyrir heppna hlustendur og sömuleiðis fá vinningshafar einnig sérstaka möndlugjöf frá samstarfsaðilum K100. 

„Við höfum verið með jóladagatal síðustu ár á K100 en þetta dagatal í ár er stærra og flottara en nokkru sinni fyrr. Það er alveg á hreinu að það borgar sig svo sannarlega að fylgjast vel með á K100 í desember því það er lykilatriði að vera með á nótunum til að eiga möguleika á vinningi,“ segir Þór Bæring Ólafsson þáttastjórnandi á K100.

Vísbendingar á hverjum degi

Hlustaðu eftir vísbendingum frá „Jólaálfi“ K100 á hverjum degi í desember milli klukkan 7:00 og 18:00. Ef þú veist rétta svarið við vísbendingunum skaltu hafa samband í 571-1111 til að vera með.

Vinningar í Jóladagatali K100 í desember:

 • Skápur frá Heimilið og jólin
 • Gjafakarfa frá BIOTHERM & AQUAPOWER
 • Rafmagnshlaupahjól frá Húsasmiðjunni  Enox
 • Göngubretti frá Sportvörum á Dalvegi
 • Hárvörur frá Kérastase
 • Andrés-dúnúlpa frá Cintamani
 • Þyrluflug með Norðurflugi
 • Gjafabréf fyrir fjóra í Krauma náttúrulaugar
 • Gjafabréf að verðmæti 50.000 kr. hjá Innréttingum og tækjum
 • Klakavél frá Húsasmiðjunni
 • Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 50.000 kr.
 • Tinnu-anorakkur fyrir konur frá Cintamani
 • Ilmur frá Armani  gjafakarfa
 • Ullarsæng og koddar frá Ístex
 • Fluguveiðisett frá Veiðivon
 • Chiffonkjóll frá Comma í Smáralind
 • Madshus Active Pro-gönguskíði frá Sportvali
 • Arozzi-leikjastóll frá Tölvutek
 • Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 50.000 kr.
 • Sígrænt jólatré frá Skátunum
 • Samsung Galaxy S20-sími
 • Samsung Galaxy-spjaldtölva
 • Samsung Galaxy Buds Live-heyrnartól
 • Sigurlaug  kaldur pottur frá NormX

Möndlugjöf fylgir hverjum vinningi:

 • Konfekt frá Nóa-Siríusi
 • Úrval frá VIKING
 • Gjafakarfa frá Kaffitári
 • Hátíðarvörur frá ORA
 • Gjafakarfa frá Kjarnafæði
 • Spil frá Spilaborg
mbl.is