Tók því persónulega að vera líkt við hafragraut

EPA

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Fifty Shades Of Grey-leikarinn Jamie Dornan segir frá því í viðtali við „Variety“ að hann leggi ekki í vana sinn að lesa gagnrýni um bíómyndir sem hann hefur leikið í.

Hann stóðst hins vegar ekki mátið þegar fyrsta myndin af Fifty Shades kom út árið 2015, og sagði hann að ein gagnrýnin hefði setið smá í sér. Hún var svohljóðandi:

„„Jamie Dornan hefur sama persónuleika og hafragrautur“

... sem er skrýtið því ég vissi ekki að hafragrautur hefði persónuleika og ég mundi segja að þetta væri kannski ekki neitt sérlega uppbyggileg gagnrýni.“

Sem betur fer lét kappinn þetta ekki á sig fá og henti í tvær framhaldsmyndir í viðbót.

Myndin fékk hrikalega dóma - en ég man nú samt að ég skemmti mér konunglega yfir henni og hinum myndunum tveimur líka.

Frétt frá People.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist