Keypti mat fyrir átta ókunnugar manneskjur

Ljósmynd: Unsplash/Clark Young

Þá er enn ein vikan að klárast og jólin nálgast óðfluga. Sama hvað á sér stað þá koma alltaf jólin og jólaandinn er svo sannarlega farinn að gera vart við sig.

Ég rakst á fallega frétt á dögunum um konu að nafni Brandy Bisson, búsetta í New Hampshire í Bandaríkjunum.

Bisson keypti matvörur í matvöruverslun í nágreni sínu fyrir átta einstaklinga sem hún hafði aldrei hitt áður, sem handahófskennt góðverk.

Bisson hefur sjálf þurft á hjálp að halda og stóð samfélagið heldur betur á bak við fjölskyldu hennar fyrr á árinu þegar sonur hennar fagnaði sjö ára afmæli sínu, þar sem þau héldu bílaskrúðgöngu fyrir afmælisstrákinn og gáfu honum gjafir.

Hún vildi gjarnan gefa til baka og dreifa góðmennskunni áfram. Hún lagði því út rúmar 80 þúsund krónur af laununum sínum til þess að styðja nokkra sem þurftu á því að halda við matarinnkaup.

Bisson segir það gefa sér mikið að gefa með sér og hefði þetta eflaust getað farið framhjá fólki ef rekstarstjóri matvöruverslunarinnar hefði ekki orðið vör við þetta og deilt því á samfélagsmiðlum.

Aðspurð segist Bisson ætla að halda áfram handahófskenndum góðverkum sínum og vonar að þeir sem hafa tök á að gefa með sér fái innblástur til þess að gera hið sama. Fallegt!

Frétt frá Goodnewsnetwork.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist