Instagramaðgangi Bríetar stolið

Söngkonan Bríet.
Söngkonan Bríet. Eggert Jóhannesson

Instagramreikningi söngkonunnar Bríetar hefur verið stolið. Frá þessu greinir hún á facebooksíðu sinni, en þar kemur sömuleiðis fram að hún hafi verið beitt kúgun vegna þessa. 

Óskar hún eftir aðstoð vina eða tölvunarfræðinga sem hugsanlega gætu aðstoðað hana. Þá virðist á svörum hennar í ummælum undir stöðuuppfærslunni að lítið hafi gengið að ná aðganginum til baka. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist