Vill eignast 50% hlut í nafni Dr. Dres

Ljósmynd: Us. Weekly

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Dr. Dre hefur staðið í ferlega ljótum skilnaði undanfarna mánuði við fyrrverandi eiginkonu sína og hafa þau fyrrverandi hjónakornin slegist um peninga, hús, lögin hans Dres, sakað hvort annað um framhjáhöld  í fleirtölu  ásamt því að saka hvort annað um að eiga hin og þessi börn á laun.

Nú hefur Nicole, fyrrverandi eiginkona Dr. Dres, einnig sóst eftir að fá að eiga 50% hlut í nafninu hans. Dr. Dre er eins og flestir vita risastórt nafn í hipphoppbransanum og mikið verðmæti í vörumerkinu hans, sem er í raun hann.

Segist Nicole vera í fullum rétti þar sem hann hafi ekki sótt um einkarétt á nafninu fyrr en eftir að þau voru gift.

Jahh ég skal segja ykkur það! Hún er þunn línan milli ástar og haturs.mbl.is