Sigurbjörg sigraði Black Friday leikinn

Vinkonurnar Sigubjörg og Jóhanna.

„Já það verður heldur betur stuð á K100 í dag þegar við förum með þær Sigurbjörgu Magnúsdóttur sigurvegara Black Friday-leiksins og vinkonu hennar Jóhönnu Laufdal Friðriksdóttur á sannkallað eyðslufyllerí,“ segir Heiðar Austmann þáttastjórnandi á K100.

Fyrir nokkrum vikum fæddist hugmynd um það að taka Black Friday skrefinu lengra og vildi Heiðar gera meira úr deginum en vanalega.

„Við vorum að spá í hvernig við gætum tekið Black Friday skrefinu lengra og gert hann aðeins öðruvísi í ár þar sem margt hefur verið töluvert öðruvísi í ár en síðustu ár. Við höfðum samband við vel valin fyrirtæki og lögðum fram þá hugmynd að við kæmum með tvo hlustendur til þeirra og þessir hlustendur myndu ekki þurfa að taka upp veskið á meðan þeir væru hjá þeim.

Hlustendurnir yrðu sóttir á bíl frá Heklu og síðan myndum við rúnta á milli verslana og fyrirtækja allan daginn og bjóða upp á vörur og varning ásamt því að kanna „stemninguna“ hjá þessum fyrirtækjum á Black Friday,“ segir hann.

Ríflega tíu þúsund manns tóku þátt í leiknum

Fyrirtækin tóku vel í hugmyndina og á facebooksíðu K100 skráðu ríflega tíu þúsund manns sig til leiks.

„Óhætt er að segja miðað við skráninguna að við séum að bjóða upp á skemmtidag sem mjög margir vilja upplifa. Eina skilyrðið var í raun og veru að þessir hlustendur tækju frá allan daginn í dag og væru auðvitað með góða skapið með í för og við sjáum um rest,“ segir hann.

Sigurbjörg og Jóhanna fara því í dag og heimsækja fyrirtækin Cintamani, Vero Moda í Kringlunni, Ecco skó, Comma í Smáralind, Tölvutek í Mörkinni, Vogue fyrir heimilið í Síðumúlanum og Momo konur í Nóatúni en alls ekki í þessari röð.
„Hver veit nema það bíði glaðningur fyrir þær í bílnum líka þegar þær verða sóttar,“ segir Heiðar.

Símtalið við Sigurbjörgu þar sem henni var tilkynntur sigurinn var alveg magnað og má hlusta á það hér fyrir neðan: 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist