Mikið af áhugaverðu sjónvarpsefni er væntanlegt á Netflix og aðrar streymisveitur á næstunni en bíósérfræðingurinn Björn Þórir Sigurðsson eða Bíó-Bússi stiklaði á stóru um þetta í morgunþættinum Ísland vaknar á K100.
Kvikmyndir og þættir sem komu út 19. nóvember:
I Hate Suzie – Season 1: HBO Max
Billie Piper leikur þekkta leikkonu sem verður fyrir því að viðkvæmar myndir úr símanum leka í fjölmiðla og heimur hennar hrynur.
The Fresh Prince of Bel-Air Reunion: HBO Max
Will smith og félagar koma saman.
Kvikmyndir og þættir sem komu út 20. nóvember:
Voices of Fire – raunveruleikaþættir: Netflix
Snillingurinn Pharrell Williams er maðurinn á bak við þessa þætti sem ganga út á að búa til mega-kór sem á að breyta og bæta heiminn.
Run: Hulu-bíómynd
Táningsstúlku sem bundin er við hjólastól og er í heimaskóla fer að gruna að móðir hennar sé ekki öll þar sem hún er séð. Sara Paulson og Kiera Allen í aðalhlutverkum.
Kvikmyndir og þættir sem komu út 22. nóvember:
Dolly Parton's Christmas on the Square: Netflix-jólamynd
Have a Holly Dolly Christmas – jólasöngleikur frá kántrístjörnunni með 14 lögum eftir hana.
Kvikmyndir og þættir sem komu út 23. nóvember:
Black Narcissus – mínísería: FX BBC
Byggt á bók frá 1939 eftir Rumer Godden sem var kvikmynduð 1947 og fjallar um unga nunnu sem er nýtekin við og er sett í að koma upp klaustri í Himalajafjöllunum við mjög erfiðar aðstæður.
Kvikmyndir og þættir sem komu út 24. nóvember:
Hillbilly Elegy – Netflix-bíómynd
Dramatísk fjölskyldusaga byggð á metsölubók J.D. Vance og leikstjórn óskarsverðlaunahafans Rons Howards. Með Glen Close, Amy Adams og Freidu Pinto í aðalhlutverkum.
Kvikmyndir og þættir sem komu út 25. nóvember:
The Christmas Chronicles 2: Netflix-fjölskyldumynd
Goldie Hawn og Kurt Russell eru mætt á ný sem herra og frú sveinki. Handrit og leikstjórn í höndum Chris Columbus sem gerði meðal annars Home Alone.
Happiest Season – Hulu – rómantísk gamanmynd
Ung kona ætlar að biðja kærustuna sína að giftast sér þegar hún heimsækir tengdaforeldrana í fyrsta skipti en áttar sig þá á því að þau eru ansi íhaldssöm og hafa ekki hugmynd um að dóttir þeirra er samkynhneigð. Frábær leikarahópur sem samanstendur af Kristen Stewart, Mary Steenburgen og Victor Gerber.
The Mystery Of DB Cooper: HBO-heimildarmynd
Þessi fullkomni glæpur DB Cooper hefur lengi vakið athygli en nú er þetta mál um fallhlífarstökkvandi flugræningjann krufið til mergjar.