Hrós vikunnar fær Sólborg Guðbrandsdóttir

Hér á K100 stefnum við ávallt að því að „hækka í gleðinni“ og er því viðeigandi að í hverri viku sé einhverjum gefið uppbyggilegt hrós.

Það er sérstaklega mikilvægt að hrósa því sem vel er gert. Bæði höfum við öll gott af því að fá hrós, sem og að gefa það áfram. Hvað þá núna þegar vetur konungur er mættur í öllu sínu veldi og takmarkanir vegna Covid hafa verið gífurlegar.

Algjör jarðýta þegar kemur að kynfræðslu ungs fólks

Það er söngkonan Stefanía Svavarsdóttir sem gefur hrós vikunnar að þessu sinni.

Stefanía Svavarsdóttir vill hrósa Sólborgu fyrir framúrskarandi starf hennar með …
Stefanía Svavarsdóttir vill hrósa Sólborgu fyrir framúrskarandi starf hennar með ungu fólki.

„Ég vil hrósa henni Sólborgu Guðbrandsdóttur fyrir nýju bókina sína „Fávitar“ og fyrir að vera algjör jarðýta þegar kemur að kynfræðslu ungs fólks. Hún vílar ekkert fyrir sér og er svo ótrúlega kraftmikil og það er svo aðdáunarvert. Svo er hún líka dásamleg manneskja og á hrós skilið fyrir það.“

Fylgist með á K100.is þar sem við höldum áfram með hrós vikunnar og ef þú lumar á hrósi, endilega deildu því með okkur.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist