Ævintýrageitin Franky ferðast um heiminn

Ljósmynd: SWNS

Ævintýrageitin Franky er engin venjuleg geit, en undanfarin ár hefur hún ferðast yfir 95 þúsund kílómetra um Bandaríkin í litríkum húsbíl ásamt eigendum sínum, hjónunum Cate og Chad Battles.

Hjónin seldu húsið sitt árið 2016 og hafa síðan þá ferðast um á húsbíl og heimsótt fjölmarga staði með uppáhaldinu sínu henni Franky.

Aðspurð segir Cate geitina frábæran ferðafélaga sem hafi heimsótt með þeim vötn, strandir, fjöll og helli ásamt þjóðgörðum og fleira skemmtilegu.

Ljósmynd: SWNS

Frankie elskar að ferðast og upplifa ævintýri og segja eigendurnir hana alltaf glaða og óhrædda við að klífa fjöll, hlaupa um og kanna ókunn svæði.

Þetta öfluga þríeyki hefur haldið áfram að ferðast undanfarna mánuði þrátt fyrir Covid-19, en þau segjast alltaf fara á afskekkta staði þar sem enginn er svo það er lítil hætta á að rekast á aðra.

Ljósmynd: SWNS

Þau ferðast alltaf þrjú saman og gætu hjónin ekki hugsað sér að hafa Frankie ekki með í för; hún er að þeirra sögn mikilvægur fjölskyldumeðlimur og það sé alltaf gaman með henni.

mbl.is