Þakklátur en samt ósáttur

AFP

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Tilnefningarnar fyrir Grammy-hátíðina sem haldin verður í janúar á næsta ári eru komnar í loftið, og er enginn annar en Justin Bieber þar á meðal.

Hann er tilnefndur til þrennra verðlauna, og eru þau öll tengd poppinu. Justin er þakklátur fyrir tilnefningarnar, en á sama tíma hikar hann ekki við að segja hvað honum finnst um að lögin hans „Intentions“ og „Yummy“ séu tilnefnd sem popplög, ásamt plötunni „Changes.“

Hann deilir hugsunum sínum í nýrri færslu á instagram og tekur það fram að hann vilji ekki virðast vanþakklátur. Hann sé metnaðarfullur listamaður og viti nákvæmlega hvert hann ætli með tónlistina sína.

Justin segir að platan Changes sé R&B-plata ásamt lögunum tveimur og sé platan samin með það í huga og hvert einasta smáatriði niður í trommuslátt útpælt.

Honum finnst skrítið að tónlistin hans sé ekki flokkuð rétt og útlistuð sem R&B-tónlist. Hann elskar poppið en í þetta sinn var ætlun hans að senda frá sér annars konar tónlist.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist