Mun hafa mikil áhrif á líf allra sem fara á blæðingar

Ljósmynd: The Guardian

Skotland varð á dögunum fyrsta þjóð í heiminum til þess að bjóða upp á ókeypis og aðgengilegar tíðavörur.

Þessi mikilvægi áfangi náðist eftir fjögurra ára herferð, sem hefur heldur betur tekist að breyta samræðunni um blæðingar í skoska samfélaginu.

The Period Products Act, sem kvað á um ókeypis aðgengi að vörunum, var samþykkt af yfirvöldum síðastliðið þriðjudagskvöld og því komið í lög að allir sem þurfa geti nálgast tíðavörur sér að kostnaðarlausu.

Monica Lennon var talskona herferðarinnar og segir hún þetta hafa verið merkilegan dag fyrir alla Skota.

Að sögn Lennon mun þetta hafa mikil áhrif á líf allra sem fara á blæðingar og hefur nú orðið mikil breyting á því hvernig blæðingar eru ræddar í opinberu lífi.

Umræðan um blæðingar hefur aldrei verið opnari en núna og út frá því hefur orðið mikil vitundarvakning um til dæmis breytingaskeiðið og endrómetríósu, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er meiri meðvitund um tíðavörur, fjölbreytni þeirra, hverjar er gott að nota og hvernig þær geta verið vistvænar.

Opin umræða skiptir sköpum og aðgengi að tíðavörum fyrir alla er ótrúlega flott og ómetanlega mikilvægt framtak sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar. Ég tek ofan fyrir Skotlandi!

Frétt frá The Guardian.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist