Mikil óánægja með frammistöðu Tyru Banks

Ljósmynd: ABC

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Bachelor Nation fagnaði gríðarlega þegar Kaitlyn Bristowe kom, sá og sigraði í þættinum Dancing with the Stars.

Er það í annað árið í röð sem stjarna úr Bachelor-heiminum tekur hinn svokallaða Mirror Ball heim. Í fyrra stóð Hannah Brown uppi sem sigurvegari og kóngurinn Chris Harrison er stoltur af sínum ladies!

Tyra Banks sá um að stýra þáttunum í fyrsta sinn, við mikla óánægju áhorfenda og hefur elsku kellan fengið að heyra það fyrir frammistöðuna.

Fólki fannst hún ekki skila sínu og fann að öllu sem hún sagði og gerði. Akkúrat núna loga miðlarnir með mynd af dressi sem hún klæddist úrslitakvöldið; bláum vintage-kjól sem var stór og mikill um sig. Heldur fólk því fram að hún hafi litið út eins og baðskrúbbur.

Neikvæðni fólks hefur verið svo mikil í garð Tyru, að undir myndböndum af henni á instagramsíðu ABC hefur verið slökkt á kommentakerfinu.
Be kind people!

Frétt frá DailyMail.

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist