Trevor Noah verður kynnir á Grammy

Trevor Noah
Trevor Noah AFP

Grínistinn og þáttastjórnandinn Trevor Noah hefur tilkynnt að hann verði næsti kynnir á 63. Grammy verðlaunahátíðinni sem haldin verður 31. janúar næstkomandi.

Hann segir að þrátt fyrir að hann sé svekktur yfir því að fá ekki að syngja eða vera tilnefndur til tónlistarverðlauna, þá sé hann spenntur að fá þann heiður að vera kynnir á hátíðinni.

Trevor stýrir sjónvarpsþættinum The Daily Show og er gríðarlega vinsæll uppistandari. Ég býð spennt eftir veislunni sem hann á eftir að gefa okkur í janúar.

Frétt frá Mirror.

 

mbl.is