Kaupir vörur í skiptum fyrir góðverk

Nemendur í Linda Tutt High School í Texasríki tóku sig saman og stofnuðu matvöruverslun innan skólabyggingarinnar.

Stjórnendur menntaskólakerfisins í Texas hjálpa til við reksturinn og má segja að þetta sé óvanaleg matvöruverslun, þar sem hún tekur ekki við greiðslum í peningum í skiptum fyrir vörur heldur geta nemendur verslað í búðinni gegn góðverkum.

Þau settu upp kerfi þar sem hægt er að fá punkta fyrir góðverk sem þú getur svo verslað í búðinni fyrir og allir hjálpast að.

Búðin býður upp á matvörur og aðrar nauðsynjavörur fyrir nemendur, starfsfólk og fjölskyldur. Óhagnaðardrifin samtök í bænum áttu þátt í að láta þessa hugmynd verða að veruleika, þar sem margir hafa átt í fjárhagserfiðleikum sökum Covid-19.

Virkilega skemmtileg hugmynd og flott framtak!

mbl.is