Bríet brilleraði í beinni

Bríet ásamt Rubin Pollock sem lék með henni á gítar …
Bríet ásamt Rubin Pollock sem lék með henni á gítar í þættinum Eggert Jóhannesson

Bríet var gestur Sigga Gunnars í bingóinu á mbl.is í síðustu viku og flutti lögin „Esjan“ og „Rólegur kúreki“ en bæði lögin verða án efa á lista yfir lög ársins sem er að líða.

Hún hóf árið á því að gefa út lagið „Esjan“ sem sló heldur betur í gegn og svo þarf vart að ræða plötuna „Kveðja, Bríet“ sem kom út í október sl. en hún hefur verið vinsælasta plata landsins frá útgáfudegi og lagið „Rólegur kúreki“ trónir á toppi eina opinbera vinsældalista landsins, Tónlistans Topp 40.

Þú getur séð flutning Bríetar á lögunum í Bingóþættinum í spilaranum hér að neðan.

Krassasig kemur fram í bingóinu á annað kvöld.
Krassasig kemur fram í bingóinu á annað kvöld. Ljósmynd/Saga Sig

Hönnuður, leikstjóri og tónlistarmaður næsti gestur

Kristinn Arnar Sigurðsson hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið, vegna hæfileika sem hönnuður, leikstjóri og tónlistarmaður. Hann leikstýrði m.a. atriði Of Monsters and Men sem sýnt var hjá Jimmy Fallon fyrir nokkrum vikum og atriði Bríetar í Vikunni hjá Gísla Marteini nú fyrir helgi. Þá hefur Kristinn, sem notar listamannsnafnið Krassasig, einnig vakið athygli sem tónlistarmaður og þá m.a. fyrir lagið „Hlýtt í hjartanu“ sem hann gerði með rapparanum Jóa Pé. Krassa Sig verður næsti gestur Sigga, annað kvöld, í bingóinu sem sent er út í beinu streymi kl. 19.00 á mbl.is og á rás 9 í sjónvarpi Símans.

Rólegur kúreki – Bríet

Esjan - Bríet

mbl.is