Þakkaði heilbrigðisstarfsfólki með fiðluleik

Grover Wilhelmsen er fyrrverandi stærðfræðikennari á eftirlaunum í Utah, Bandaríkjunum. Hann greindist með Covid-19 um daginn og var lagður inn á spítala í kjölfarið.

Veikindin lögðust illa á lungu hans og á hann því erfitt með að tjá sig með orðum. Wilhelmsen var ómetanlega þakklátur fyrir heilbrigðisstarfsfólkið sem hafði sinnt honum svo vel allan sólarhringinn og hjálpað honum að braggast og langaði hann að þakka þeim fyrir.

Hann bað konu sína Díönu að koma með fiðluna sína upp á spítala svo hann gæti látið fiðluleik sinn tala fyrir sig og sýnt þakklæti og væntumþykju. Hjúkrunarfræðingur á spítalanum að nafni Ciara Sas hafði sinnt honum mikið og sagðist hún ekki hafa getað haldið aftur af tárunum. Hún segist aldrei munu gleyma þessu og þetta muni alltaf fylgja henni. Hlýtt í hjartað!mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist