Sökuð um að stela útlitinu og atriðinu

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Jennifer Lopez mætti á svið á American Music Awards sem haldin voru með pomp og prakt á sunnudagskvöldið.

Hún mætti þar í svörtum gegnsæjum samfestingi og tók nýju lögin sín tvö, „Pa Ti“ og „Lonely“.

Beyhive-herinn, eins og aðdáendur Beyoncé kalla sig, var fljótur að taka við sér, og skaut latino-drottninguna í kaf og sakaði hana um að stela „lookinu“ hennar Bey frá 2014, þegar hún kom fram á Grammy-verðlaunahátíðinni og tók lagið „Drunk in Love“.

Klæddist Bey þá álíka fatnaði og J-Lo, notaðist við stól, eins og J-Lo, tældi Jay Z á borði eins og J-Lo gerir við söngvarann Maluma og hárgreiðslan er sú sama. 

Ég fór á stúfana, að sjálfsögðu, og bar þetta saman. Jú, lúkkið er mjög líkt og málið er líka það, að kröfurnar eru svo gífurlega miklar til þessara stóru artista að fólk vill sjá eitthvað alveg nýtt í hvert einasta sinn sem þeir mæta á stóra sviðið.

Það er ekkert grín að vera frægur, það er alveg ljóst, en dayuum , J-Lo er heitasta 51 árs kona sem ég hef séð. 

mbl.is