Sigurvegarar smákökukeppni K100

Smákökukeppni K100 er búin að vera í gangi núna í nokkrar vikur og hefur hún fengið alveg ótrúleg viðbrögð. Níu kökur voru valdar til þess að keppa í útslitunum og bakaði Elenora kökurnar og mætti með þær í stúdóið til þeirra Jóns Axels og Ásgeir Páls.

„Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt, þetta kom mér rosalega mikið á óvart og það voru ofboðslega fjölbreyttar uppskriftir og gaman að sjá hvað hugmyndaflugið hjá fólki er ótrúlega skemmtilegt. Það var enginn að gera þetta klassíska heldur allir að setja smá svona glimmer út á þetta,“ sagði Elenora.

Vinningshafar smákökukeppninnar fengu að launum bökunarvörur frá Nóa Síríus, Til hamingju, bókina bakað með Elenoru og gjafabréf á Nauthól. Þá var aðal vinningurinn matvinnsluvél frá Elko.
Kökurnar sem kepptu til úrslita
Kökurnar sem kepptu til úrslita

Þær þrjár kökur sem unnu til verðlauna voru:

Fyrsta sæti:

Beta Ásmunds með uppskriftina Twist-sörur.

Hún fær að launum bökunarvörur frá Nóa Síríus, bökunarvörur frá Til hamingju, bókina bakað með Elenoru Rós og gjafabréf fyrir 2 frá Nauthóli. Að auki fær hún silfurlitaða Kenwood Chef hrærivél frá ELKO að verðmæti 79.990 krónur:

Botn:

100 g möndlur hakkaðar  (ég nota oft 85 g hakkaðar og 15 g mjöl)

1 1/2 dl sykur

2 eggjahvítur

 1. Blandið möndlum og sykri saman.
 2. Þeytið eggjahvíturnar og blandið möndlusykursblöndunni saman við.
 3. Setjið með teskeið á plötu klædda bökunarpappír og breiðið þær þunnt út.
 4. Bakið við 160 gráður þar til þær eru orðnar ljósbrúnar.

Krem:

1 poki saltkaramelluhnappar 

1 dl rjómi

Þetta er brætt saman og látið kólna, þá er þetta þeytt upp í krem sem er sett á botnana og kælt.

Hjúpur:

1 poki piparkúlur með lakkrískaramellu

smá rjómi

Bræddi þetta upp og dýfði kökunum í og kældi

Annað sæti:

Anna Sigfríð Garðarsdóttir Blomsterberg með uppskriftina Lukkubita:

Hún fær að launum bökunarvörur frá Nóa Síríus, bökunarvörur frá Til hamingju, bókina bakað með Elenoru Rós og gjafabréf fyrir 2 frá Nauthóli.

120 g smjör við stofuhita 

160 g sykur 

1 egg 

1 msk vanilludropar 

100 g Kornax-hveiti 

200 g heslihnetur 

50 g möndlumjöl 

1 tsk lyftiduft 

¼ tsk salt 

100 g Nóa-Síríus-rjómasúkkulaði 

150 g Nutella 

200 g Nóa-Síríus-suðusúkkulaði 

matar-glimmerduft (má sleppa) 

Aðferð: 

 1. Setjið heslihneturnar á bökunarplötu og bakið á 165°C með blæstri í 10-15 mínútur. Þegar þær hafa kólnað aðeins, setjið hneturnar á hreint viskastykki og nuddið hýðið af með viskastykkinu. Takið síðan helminginn af hnetunum til hliðar (notaðar í lokin) og myljið restina í fínt mjöl í matvinnsluvél eða blandara.  
 2. Þeytið saman sykur og smjör þar til það er létt og ljóst. Bætið eggi og vanilludropum saman við og þeytið allt vel saman. Í annarri skál, blandið þá saman hveiti, möndlumjöli, heslihnetumjöli, lyftidufti og salti og bætið svo varlega saman við smjör/sykurblönduna í nokkrum skömmtum. Kælið deigið í a.m.k. klukkutíma.  
 3. Takið deigið úr kæli og mótið litlar kúlur úr um hálfri teskeið af deigi og raðið á bökunarplötu með góðu bili á milli. Bakið í miðjum ofni á 165°C með blæstri í um 12 mínútur eða þar til þær eru  orðnar gullinbrúnar að lit. Leyfið kökunum svo að kólna alveg áður en kremið er sett á milli. 
 4. Til að búa til fyllinguna, bræðið þá mjólkursúkkulaðið og blandið við Nutella. Setjið það svo í sprautupoka og sprautið doppu af því á botn smáköku og svo er sett önnur smákaka ofan á svo það myndast smákökusamloka með súkkulaði á milli. Gerið þetta við allar kökurnar og setjið svo í kæli í u.þ.b. 15 mínútur. 
 1. Saxið heslihnetunurnar sem teknar voru til hliðar í byrjun. Ef valið er að  

nota glimmerduft þá er því nú blandað við hnetukurlið í skál svo það  

húði hneturnar. Bræðið síðan suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði. Takið  

kökurnar úr kæli og dýfið þeim hálfum ofan í suðusúkkulaðið og veltið  

svo upp úr heslihnetukurlinu og leyfið súkkulaðinu að harðna.

Þriðja sæti:

Ingibjörg Lilja með uppskriftina Piparkroppstoppar:

Hún fær að launum bökunarvörur frá Nóa Síríus, bökunarvörur frá Til hamingju, bókina bakað með Elenoru Rós og gjafabréf fyrir 2 frá Nauthóli.

3 eggjahvítur

200 g púðursykur

1 poki mulið pipar-nóakropp

 1. Stífþeytið púðursykur og eggjahvítur saman, þar til blandan er alveg stíf.
 2. Blandið síðan mulda piparkroppinu varlega við með sleif. 
 3. Myndið toppa með tsk og bakið á 150-160 í 15-20 mín.
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist