Hefur fengið yfir sig holskeflu af gagnrýni

Leikkonan Drew Barrymore.
Leikkonan Drew Barrymore. AFP

„The Drew Barrymore Show“, sem Drew stýrir, hefur fengið yfir sig holskeflu af gagnrýni fyrir að hafa ekki kannað betur bakgrunn pars sem var nýlega i þættinum hjá þeim.

Drew ætlaði sem sagt að borga draumabrúðkaupið fyrir parið þegar Covid klárast og urðu þau mjög hamingusöm við þær fréttir. 

Nú er hins vegar komið i ljós að parið kynntist fyrir sjö árum þegar konan var 17 ára og maðurinn 29 ára og var hann kennarinn hennar.

Drew og co. hafa ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins, en eru víst á fullu að eyða út neikvæðum kommentum um málið á Instagram, samkvæmt slúðurmiðlinum Perez Hilton.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist