Tjáir sig í gegnum dans á Instagram

Joe Tracini hefur vakið mikla athygli á samskiptaforritinu instagram þar sem hann deilir skemmtilegum dansmyndböndum í von um að létta lund fylgjenda sinna.

Tracini er að eigin sögn ófélagslyndur áhrifavaldur og talar opinskátt um andleg veikindi, ásamt því að dansa mikið þar sem hann er gjarnan klæddur í fimleikabúning. Honum er margt til lista lagt og hefur svo sannarlega lært fjölbreytta dansstíla.

Þar má meðal annars nefna samtímadans sem hann segir vera tjáningu í gegnum hreyfingu og ákvað að tjá í einu myndbanda sinna erfiðleikana sem fylgdu að geta ekki farið á hárgreiðslustofu í Covid.

Ásamt því að deila dansmyndböndum gefur hann fyndnar og áhugaverðar leiðbeiningar þannig að áhorfendur geti sjálfir dansað með heima hjá sér.

Hann hefur fundið ýmis skemmtileg nöfn fyrir spor og stöður, allt frá tortryggnu melónunni til fjandsamlegu gæsarinnar!

Dansinn getur svo sannarlega kallað fram bros og veitt gleði og ég mæli eindregið með því að fylgja honum á instagram og prófa jafnvel nokkrar dansrútínur undir leiðsögn hans, þar sem við getum verið tortryggnar melónur í stundarkorn.

View this post on Instagram

A post shared by Joe Tracini (@joetracini)


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist