Framhjáhald í Bachelorette-paradís?

Ljósmynd: Vulture

Stjörnufréttir Evu Ruzu:

Haldið ykkur fast Bachelor Nation!

Fyrsta sagan um framhjáhald er komin upp hjá Clare og Dale  hinu nýtrúlofaða Bachelorette-pari! Staðan hjá þeim er víst þannig að hann er í New York um þessar mundir, þar sem hann starfar sem fyrirsæta, og Clare býr í Sacramento í Kaliforníu þar sem hún er hárgreiðslukona. Nýlega sást til Dales þar sem hann gekk um götur New York með kvenkynsfyrirsætum að taka upp auglýsingu fyrir Hugo Boss. Allt í lagi með það.

Nema um kvöldið fór Hugo Boss-hópurinn út að borða og í drykk  og þarna vil ég pása aðeins: Er ekki Covid? Vera heima hjá sér, fólk.

Ok höldum áfram.

Sagan segir að sést hafi til Dales kyssa stúlku um kvöldið! Ekki veit ég hversu mikið er til í þessu máli, en TMZ greindi fyrst frá fréttinni, og þeir eru yfirleitt með fréttir sem reynast sannar. Reyndar hafa talsmenn Dales sagt að þetta sé ekki satt, stúlkan sem um ræðir sé gift og eigi kærasta  Big news to you people, það hefur ekki stoppað fólk hingað til!

Clare og Dale virðast ætla að láta þessar sögur sem vind um eyru þjóta því Dale er mættur til Sacramento til Clare og þaðan munu þau halda til Suður-Dakóta þar sem fjölskylda Dales býr. Ég vona svo sannarlega að þessi frétt sé „fake news“ eins og gæi sem við þekkjum segir alltaf!

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist