Vistvæn orka úr matarleifum

Carvey Ehren Maigue er verkfræðinemi í Mapúa-háskóla á Filippseyjum. Hann vann umhverfisverðlaun James Dyson 2020 á dögunum út frá rannsóknum sínum á rusli og matarleifum.

Út frá rannsóknunum hefur hann fundið leið fyrir úrganginn til þess að breyta sólargeislum í orku. Hann kallar hönnun sína Aureus og notaði úrgangsávexti og -grænmeti til þess að skapa flúrljómandi panela sem auðveldlega má festa á byggingar.

Aureus virkar einnig þegar sólin skín ekki beint á þá, ólíkt sólarpanelum, vegna þess að þeir geta nýtt sér sólargeisla sem endurkastast af byggingum. Er þetta spennandi og skemmtileg þróun í átt að vistvænna lífi.

Aðspurður segist Carvey í skýjunum með verðlaunin og segir það hafa komið sér verulega á óvart að hafa sigrað.

Þetta er í annað skipti sem hann sækir um viðurkenninguna og hlakkar hann mikið til að þróa verkefnið lengra.

Frétt frá Dyson.

 

mbl.is

#taktubetrimyndir