Þegar Katrín stýrði baráttunni og Ólafur var kynþokkafyllsti karlmaðurinn

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, þótti karla kynþokkafyllstur hér á landi …
Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur, þótti karla kynþokkafyllstur hér á landi árið 1987 og er það eflaust enn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, stýrði kosningabaráttu VG árið 2003. Skjóskot/Youtube

Nú gleðjast nostalgíunördar og áhugafólk um gömul kosningasjónvörp því Viktor Orri Valgarðsson, sonur Valgarðs Guðjónssonar, býður upp á sannkallaða veislu fyrir landsmenn á Covid-tímum. Á Youtube rás hans, sem finna má með því einfaldlega að slá inn „Kosningasjónvarp“ á Youtube, má t.d finna hið goðsagnakennda kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins frá árinu 1987. Einnig má þarna finna kosningasjónvarpið fyrir sveitastjórnarkosningarnar frá 1990 og 1998, alþingiskosningar 1991 og 2003 og forsetakosningarnar 1996. 

Helgi H. Jónsson, Ingvi Hrafn Jónsson og Edda Andrésdóttir stýrðu …
Helgi H. Jónsson, Ingvi Hrafn Jónsson og Edda Andrésdóttir stýrðu kosningasjónvarpinu 1987. Skjáskot/Youtube.

Logi og Siggi fjölluðu um þetta í Síðdegisþættinum á K100 og höfðu gaman af. Þarna má t.d finna stórmerkileg viðtöl við stjórnmálaforingja þess tíma og stórkostlegar auglýsingar sem bera tíðarandanum skýrt vitni. Mikið var lagt í kosningasjónvörp á þessum árum þar sem meiri áhersla var á að styrkja lýðræðisvitund þjóðarinnar með skemmtun og fjölskyldufjöri en grjótharðar og þurrar upptalningar úr tölum mismunandi kjördæma.  

Hemmi Gunn var á hinu pólitíska skemmtisviði þar sem m.a …
Hemmi Gunn var á hinu pólitíska skemmtisviði þar sem m.a Bubbi Morthens, Björgvin Halldórsson og Hljómar komu fram. Mynd/Youtube

Viktor Orri segist hafa dundað við að koma efninu úr VHS spólum yfir á Youtube í kófinu og vonar að sem flestir hafi gaman af. „Ríkisútvarpið og Stöð 2 eiga væntanlega réttindin á þessum gömlu upptökum en ég hef hvergi séð þetta og kannski er margt af þessu glatað,“ sagði Viktor Orri í viðtali í Síðdegisþættinum en pabbi hans starfaði við kosningasjónvörp frá 1986.

Hallur Hallson beið fyrir utan þessar luktu dyr þar til …
Hallur Hallson beið fyrir utan þessar luktu dyr þar til tölur lágu fyrir. Skjáskot/Youbute
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, var á fréttavakt Ríkisútvarpsins í …
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, var á fréttavakt Ríkisútvarpsins í kosningasjónvarpinu 1987. Skjáskot/Youbute

Hér má sjá kosningasjónvarpið frá 1987:

Umfjöllun Loga og Sigga:mbl.is

#taktubetrimyndir